[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ vekur athygli á Tónlista vikunnar að í efstu tuttugu sætunum er aðeins einn erlendur flytjandi. Það er Mika með Life in cartoon motion sem á heiðurinn af því en hann situr nú í fjórða sætinu líkt og í seinustu viku.
ÞAÐ vekur athygli á Tónlista vikunnar að í efstu tuttugu sætunum er aðeins einn erlendur flytjandi. Það er Mika með Life in cartoon motion sem á heiðurinn af því en hann situr nú í fjórða sætinu líkt og í seinustu viku. Langferðalög KK & Magga Eiríks komst loksins í efsta sæti og ýtti þaðan í burtu tvöfalda safndisknum Í brekkunni – Eyjalögin en á honum má finna þjóðhátíðarlög frá ýmsum árum. KK og Maggi Eiríks eru nú á ferðalagi um landið að kynna diskinn sinn og virðist það bera góðan árangur auk þess sem diskurinn er nauðsynleg eign þegar rúntað er um landið í leit að tjaldstæði í sumarfríinu. Garðar Thor Cortes á síðan velgengni að fagna hér sem og í Bretlandi og hoppar upp um fjögur sæti með Cortes .

Enginn nýr diskur er á topp tuttugu en margir nýlegir. Hástökkvari vikunnar er Björk með disk sinn Volta en Tríó Björns Thoroddsen fellur um flest sæti með Vorvísur enda vorið löngu liðið og haustið á næsta leiti. Öldungur listans er með miklum yfirburðum Gling gló með Björk, hann er búinn að vera 103 vikur á topp þrjátíu. Má líklega þakka erlendum ferðamönnum söluna á disknum í dag en hann þykir oft góður minjagripur þegar farið er af landi brott.