Barátta Srdjan Gasic, leikmaður Blika í baráttu við KR-inginn Guðmund Pétursson og virðist hafa betur.
Barátta Srdjan Gasic, leikmaður Blika í baráttu við KR-inginn Guðmund Pétursson og virðist hafa betur. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
BREIÐABLIK og KR beittu ólíkum aðferðum í viðureign liðanna í gær í 11. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Niðurstaðan var jafntefli, 1:1, og í leikslok voru þjálfarar beggja liða óánægðir með rýra uppskeru.

BREIÐABLIK og KR beittu ólíkum aðferðum í viðureign liðanna í gær í 11. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Niðurstaðan var jafntefli, 1:1, og í leikslok voru þjálfarar beggja liða óánægðir með rýra uppskeru. KR lagði mikla áherslu á varnarleikinn en nokkrar skyndisóknir þeirra voru stórhættulegar. Leikmenn Breiðabliks voru mun meira með boltann í sínum röðum og átti liðið fín skot að marki en Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, varði oft stórglæsilega.

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

seth@mbl.is

Kópavogsliðið var mun meira með boltann í sínum röðum. Og liðið lék mun "fallegri" knattspyrnu en KR. En liðin fengu jafnmikið út úr leiknum þegar stigin voru talin.

Sigmundur Kristjánsson leikmaður hefur eflaust ekki sofnað vel í gærkvöld þegar hann rifjaði upp færið sem hann fékk á 9. mínútu. Betri færi fá menn varla en Casper Jacobsen markvörður fékk laust skot Sigmundar beint á sig. Skömmu síðar gerðist umdeilt atvik. Guðmann Þórisson varnarmaður féll og Sigmundur slapp einn í gegnum vörnina. Fyrirgjöf hans var slök og Blikar björguðu í horn.

"Færin sem við misnotum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt og lýsir kannski sumrinu hjá okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR.

Breiðabliksliðið fékk opið færi á 12. mínútu þar sem að Nenad Zivanovic skallaði framhjá frá markteig eftir fína fyrirgjöf frá Gunnari Erni Jónssyni. Ungir og efnilegir leikmenn í Breiðabliksliðinu eru farnir að láta mikið að sér kveða. Arnór Sveinn Aðalsteinsson er einn þeirra og sem vinstri bakvörður er hann einn af hættulegustu sóknarmönnum Breiðabliks. Mikið efni þar á ferðinni en góðir sprettir efnilegra leikmanna dugðu ekki til þess að brjóta niður þétta vörn KR.

Skrautfjaðrir á bekknum

Teitur Þórðarson var spurður að því í leikslok af hverju KR-liðið legði slíka ofuráherslu á vörnina.

"Staða okkar í deildinni er með þeim hætti að við höfum lagt alla áherslu á varnarleikinn og skyndisóknir. Við höfum verið að safna stigum með þessum hætti en vissulega er 1 stig minna en við gerðum ráð fyrir."

Teitur sagði að Breiðabliksliðið hefði varla skapað sér opin færi í leiknum nema úr föstum leikatriðum. "Við vorum að fá fín opin færi sem við nýttum ekki." Það vakti athygli að á varamannbekk KR voru margar af "skrautfjöðrum" liðsins. Má þar nefna Björgólf Takefusa, Grétar Ólaf Hjartarson, Óskar Örn Hauksson og Bjarnólf Lárusson. Teitur var spurður að því hvort þessir leikmenn væru ekki nógu vinnusamir eða nógu góðir. "Það er nú bara vegna þess að þeir eru flestir sóknarmenn og við höfum því miður ekki verið í aðstöðu til þess að nýta þá vegna stöðu okkar í deildinni. Við erum einfaldlega að reyna að moka okkur út úr þeirri stöðu sem við erum í og ég vona svo innilega að við getum nýtt þessa stráka í haust í þeim stöðum sem þeir geta sýnt sig."

Þjálfarinn sagði að ástandið í herbúðum KR væri erfitt. "Þetta ástand sem við höfum glímt við er ekki aðeins erfitt fyrir mig sem þjálfara. Það er einnig erfitt fyrir strákana í liðinu. Við erum að leggja okkur fram, berjumst vel og erum agaðir í varnarleiknum. Það eina sem skortir er að nýta færin sem við fáum," sagði Teitur.

0:1 (32.) Varnarmenn Breiðabliks skölluðu frá marki eftir hornspyrnu. Ásgeir Örn Ólafsson skallaði til baka að marki. Kristinn Magnússon stýrði boltanum í netið með höfðinu af stuttu færi og sneri hann baki í mark Breiðabliks.

1:1 (71.) Arnór Aðalsteinsson skallaði fyrir markið frá markteigshorninu eftir hornspyrnu og Nenad Zivanovic skoraði með skoti af stuttu færi.

Breiðablik

M

Arnar Grétarsson

Nenad Petrovic

Prince Rajcomar

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Srdjan Gasic M

Nenad Zivanovic

KR

M M

Stefán Logi Magnússon

M

Eggert Rafn Einarsson

Ásgeir Örn Pálsson

Gunnlaugur Jónsson

Ágúst Gylfason