27. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

100 nýjar íbúðir í fjölbýli

Tímamót Starfsfólkið hélt upp á áfangann með grillveislu en gaf sér tíma fyrir myndatöku.
Tímamót Starfsfólkið hélt upp á áfangann með grillveislu en gaf sér tíma fyrir myndatöku. — Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Reyðarfjörður | Um síðustu helgi var lokið uppsteypu á síðasta fjölbýlishúsinu af fjórum sem Fasteignafélag Austurlands ehf. er að byggja á Reyðarfirði.
Reyðarfjörður | Um síðustu helgi var lokið uppsteypu á síðasta fjölbýlishúsinu af fjórum sem Fasteignafélag Austurlands ehf. er að byggja á Reyðarfirði. Þegar efnistöku var lokið í Oddnýjarheiði, en segja má að henni hafi allri verið ekið burtu, varð til gott byggingarsvæði.

Hafa nú risið fjögur fjölbýlishús við Melgerði 7–13 með um 100 íbúðum og er þegar flutt inn í þrjú húsanna og það fjórða verður tilbúið í desember næstkomandi. Í Melgerði 7–11 eru 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir til sölu/leigu á almennum markaði. Í fjölbýlishúsinu Melgerði 13, "eldrimannablokkinni" eru íbúðir fyrir 50 ára og eldri, þjónusturými og salur þar sem fram fer félagsstarf aldraðra á vegum Fjarðabyggðar og Félags eldri borgara á Reyðarfirði.

Fasteignafélag Austurlands ehf. er einnig að byggja þrjú fjölbýlishús við Kaupvang 41–45 á Egilsstöðum. Nú í september/október verður lokið við þriðja og síðasta húsið og hefur félagið þá byggt samtals 183 íbúðir í þessum tveimur sveitarfélögum. Félagið er stærsta leigufélag á Austurlandi og hefur starfsemin gengið vel.

Við uppbygginguna starfa 55–65 manns á vegum Byggingarverktaka Austurlands ehf. Starfsmenn eru frá Austurlandi, Reykjavík, Póllandi og Litháen.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.