Bók himinblámans Bókmenntir Jenna Jensdóttir KRISTJANA Emilía Guðmundsdóttir: Ljóðblik. Myndir: Grímur Marinó Steindórsson. Ásútgáfan Akureyri 1993. Það er fáséð að ljóðabækur séu jafn veglega útgefnar og Ljóðblik.

Bók himinblámans Bókmenntir Jenna Jensdóttir KRISTJANA Emilía Guðmundsdóttir: Ljóðblik. Myndir: Grímur Marinó Steindórsson. Ásútgáfan Akureyri 1993. Það er fáséð að ljóðabækur séu jafn veglega útgefnar og Ljóðblik. Himinblár, vandaður pappír er flötur ljóða og mynda. Á blámann slær fölvum dularblæ á hverri síðu og sveipar skrautletur ljóðanna fjarhrifum. Flest ljóðin eru byggð á heimspekilegum ígrundunum með trúarlegu ívafi. Hinir ýmsu þræðir tilveru og lífsferli eru brotnir upp í myndrænum ljóðum sem einkennast af góðvild og ákveðnum lífsskilningi.

Trú, von og kræleikur

Eins og stjarnan

lýsir í myrku

himinhvolfinu

lýsir trúin í myrkri angistar okkar.

Eins og fræið

liggur í moldinni

og vaknar að vori

lifir voninn í djúpi sálar okkar.

Stundum virðist andleg tekja ljóðanna rýrari en sjónin nemur í myndunum. Þó yrkisefnin séu í eðli sínu eins og höfundur nái ekki alltaf flugi í tjáningu sinni:

Vefurinn II

Vorsins kuldi

vekur hjá mér kvíða

vont mér þykir

vera ein og bíða...

Ef til vill skortir þó á vandvirkni. Góð er ferskeytlan:

Skvetta

Aldan kyssir úfinn stein

er á þönum flesta daga

þarablöð og þang á grein

þarf hún býsna oft að laga.

Myndverkin við ljóðin eru unnin úr málmi, grjóti og striga. Handbragð og margræði myndanna heilla augað og hreyfa við tilfinningaskyni.

Þetta er eiguleg bók, bæði vegna mikils góðleika er frá efni hennar streymir og glæsilegrar útgáfu.

Kristjana Emilía Guðmundsdóttir