Borgarráð samþykkti á fundi sinum í gær að vísa tillögu borgarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu 13,03% á næsta ári til borgarstjórnar, en það er hámark þess útsvars sem heimilt er að leggja á samkvæmt lögum.

Borgarráð samþykkti á fundi sinum í gær að vísa tillögu borgarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu 13,03% á næsta ári til borgarstjórnar, en það er hámark þess útsvars sem heimilt er að leggja á samkvæmt lögum.

Öll stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík, Hafnarfjörður og Kópavogur eru með útsvarið í hámarki í ár, en í minni sveitarfélögunum er hún lægri. Á Seltjarnarnesi er útsvarsprósentan 12,35%, í Garðabæ 12,46% og í Mosfellsbæ 12,94%. Lágmarksútsvar samkvæmt lögum er 11,24%, en einungis tveir sveitahreppar innheimta lágmarksútsvar, samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga.