Júlíus Jónsson
Júlíus Jónsson
HITAVEITA Suðurnesja hefur fengið rannsóknarleyfi á háhitasvæðum í Krýsuvík, við Sandfell og í Trölladyngju. Stefnt er að því að nota þá orku sem þar vinnst m.a. til uppbyggingar álvers í Helguvík.

HITAVEITA Suðurnesja hefur fengið rannsóknarleyfi á háhitasvæðum í Krýsuvík, við Sandfell og í Trölladyngju. Stefnt er að því að nota þá orku sem þar vinnst m.a. til uppbyggingar álvers í Helguvík. Umrædd svæði eru lykilsvæði í framtíðaruppbyggingu Hitaveitunnar.

„Við höfum verið að bíða eftir niðurstöðu í skipulagsmálum í Hafnarfirði og hvort þarna eigi að vera jarðhitastarfsemi eða ekki,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, spurður um stöðu rannsókna á háhitasvæðum sveitarfélaganna þriggja. Júlíus segir HS háða orku frá þessum svæðum í seinni áföngum fyrirhugaðs álvers í Helguvík. „Það er spurning hversu mikilli orku við náum á okkar svæðum í Svartsengi fyrir fyrsta áfanga en við förum ekki lengra án þess að fara inn á Krýsuvíkursvæðið.“

Júlíus segir ýmislegt jákvætt við stofnun Suðurlinda, t.d. varðandi skipulagsmál. Hann bendir á að svæðin sem um ræðir séu ekki öll í eigu sveitarfélaganna. „Við eigum Svartsengissvæðið,“ segir Júlíus. Þá séu Sandfell og Trölladyngja í eigu bænda. „Þannig að ég sé ekki að þetta samkomulag breyti því.“