UM 200 tegundir af íslenskum mjólkurvörum voru stöðvaðar í tolli í Svíþjóð, en vörurnar áttu að fara á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku sem nú stendur yfir. Þetta leiddi til þess að ekkert varð út þátttöku Íslands á sýningunni.

UM 200 tegundir af íslenskum mjólkurvörum voru stöðvaðar í tolli í Svíþjóð, en vörurnar áttu að fara á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku sem nú stendur yfir. Þetta leiddi til þess að ekkert varð út þátttöku Íslands á sýningunni. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að MS hafi verið búin að leggja mikla vinnu í undirbúning og því miður að svona skyldi fara.

Árið 2005 voru mjólkurvörur sendar út með hefðbundnu farþegaflugi, en þá skemmdist nokkuð af vörunum. Að þessu sinni var Jónum hf. falið að flytja vörurnar og lagði fyrirtækið til að vörurnar yrðu fluttar með fragtvél til Svíþjóðar og þær síðan fluttar með bíl til Danmerkur og tollafgreiddar þar. Af einhverjum ástæðum fóru þær hins vegar gegnum toll í Svíþjóð og þar var sendingin stöðvuð. Magnús segir ljóst að röð atvika hafi leitt til þessarar niðurstöðu.

Íslenskar mjólkurvörur hafa iðulega staðið sig vel á þessari sýningu en að þessu sinni náðu þær ekki að keppa við aðrar vörur á sýningunni.