Mengun Borgarstjórnin í Paris hyggst koma upp flota vistvænna bíla sem borgarbúar geta fengið skammtíma afnot af.
Mengun Borgarstjórnin í Paris hyggst koma upp flota vistvænna bíla sem borgarbúar geta fengið skammtíma afnot af.
Parísarborg hyggst freista þess að fá íbúa sína til að brúka ekki einkabílinn nema til brýnustu þarfa. Til að koma til móts við þetta mun borgin koma upp flota vistvænna bíla sem borgarbúar geta fengið skammtíma afnot af.

Parísarborg hyggst freista þess að fá íbúa sína til að brúka ekki einkabílinn nema til brýnustu þarfa. Til að koma til móts við þetta mun borgin koma upp flota vistvænna bíla sem borgarbúar geta fengið skammtíma afnot af.

Bertrand Delanoe borgarstjóri hefur boðað að fyrir árslok verði bílafloti þessi kominn í starfrækslu. Í honum verði nokkur hundruð bíla, allt að þúsundi. Borgarbúar geta tekið bíl á einni stöð og skilað honum á stöð annars staðar í borginni.

Hugsunin er að bílarnir séu lánaðir til stuttra snúninga, einn til tvo klukkutíma eða svo.

Byrjað var með þessa þjónustu í sumar og hefur hún verið í uppbyggingu síðan. Ekki verður um fulla rafbíla að ræða þar sem tæknin leyfir það ekki ennþá, að sögn Delanoe.

Hann sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina BFM-TV vænta þess að ökumenn veltu fyrir sér skynsemi þess að eiga bíla yfirleitt í París. Skyld þjónusta hófst í París snemma árs er reiðhjólaleiga hóf starfsemi sína í borginni. Hlaut sú starfsemi fljótt góðar móttökur en allt að 15.000 reiðhjól standa íbúum, gestum og gangandi til boða um alla borg.