NORTHERN Travel Holding hefur keypt allt hlutafé í félaginu breska flugfélaginu Astraeus Limited en fyrir kaupin átti Northern Travel 51% af hlutafé félagins. Northern Travel Holding er í eigu Fons (44%), FL Group (34%) og Sunds (22%).
NORTHERN Travel Holding hefur keypt allt hlutafé í félaginu breska flugfélaginu Astraeus Limited en fyrir kaupin átti Northern Travel 51% af hlutafé félagins. Northern Travel Holding er í eigu Fons (44%), FL Group (34%) og Sunds (22%). Áætluð velta Astraeus í ár er 88 milljónir punda eða um 10, 9 milljarðar íslenskra króna en Astraeus sinnir verkefnum í leiguflugi og áætlanaflugi og gerir út starfsemi sína frá London Gatwick í Bretlandi. Félagið hefur starfað fimm ár og er með verkefni um allan heim og þar á meðal á Íslandi en í flota þess eru fimm Boeing 757-200, tvær Boeing 737-700 og tvær Boeing 737-300. Í tilkynningu kemur fram að kaupin séu hluti af stefnu Northern Travel Holding um að efla dótturfélög sín og styrkja stöðu þeirra.