Á FUNDI heimsorkuráðsins í Róm í vikunni var samþykkt að halda árlegan framkvæmdaráðsfund þess árið 2009 í Reykjavík.

Á FUNDI heimsorkuráðsins í Róm í vikunni var samþykkt að halda árlegan framkvæmdaráðsfund þess árið 2009 í Reykjavík.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mælti fyrir framboði Íslendinga að lokinni kynningu Þorkels Helgasonar orkumálastjóra á stöðu orkumála á Íslandi. Í ræðu sinni undirstrikaði iðnaðarráðherra forystuhlutverk Íslands í virkjun jarðvarma og benti á að engin önnur þjóð mætti 75% af orkuþörf sinni með grænni endurnýjanlegri orku.

Langflestar þjóðir heims eru aðilar að heimsorkuráðinu og er búist við að um 500 manns komi til landsins í tengslum við fundinn.