HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því m.a. að bregða belti um háls fyrrverandi eiginkonu sinnar og herða að.

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því m.a. að bregða belti um háls fyrrverandi eiginkonu sinnar og herða að. Marðist hún á hálsi og blæðingar urðu undir húð á hálsi og andliti og hlaut hún marblett á hægri olnboga.

Með dómi sínum þyngdi Hæstiréttur 9 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir manninum. Ákærði var hinsvegar sýknaður af ákæru fyrir tilraun til nauðgunar.

Var hann einnig dæmdur til að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur. Segir í dómi Hæstaréttar, að við mat á refsingu verði að líta til þess að með þeirri aðferð, sem hann beitti við líkamsárásina, hafi hann stofnað lífi konunnar í hættu.