OPINBER mál munu heita sakamál ef viðamikið frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum en hann lagði það fram á Alþingi í gær. Frumvarpið felur m.a. í sér að ákæruvaldinu verður skipt í þrjú stjórnsýslustig með stofnun embættis héraðssaksóknara.

OPINBER mál munu heita sakamál ef viðamikið frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum en hann lagði það fram á Alþingi í gær. Frumvarpið felur m.a. í sér að ákæruvaldinu verður skipt í þrjú stjórnsýslustig með stofnun embættis héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari verður eftir sem áður æðsti handhafi ákæruvaldsins.

Þá er gert ráð fyrir að við málsmeðferð fyrir dómi geti ákærði skilað skriflegri greinargerð af sinni hálfu en markmiðið er m.a. að jafna aðstöðu aðila að sakamáli.