„MÉR líður vel og ég var mjög sáttur við fyrsta hringinn. Vissulega fékk ég þrjá skolla, þar sem ég fékk eitt víti, og þrípúttaði eina flöt. Að öðru leyti er allt á sínum stað og ég er með skýr markmið.

„MÉR líður vel og ég var mjög sáttur við fyrsta hringinn. Vissulega fékk ég þrjá skolla, þar sem ég fékk eitt víti, og þrípúttaði eina flöt. Að öðru leyti er allt á sínum stað og ég er með skýr markmið. Að komast í hóp 30 efstu,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG eftir fyrsta hring á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Bigir Leifur lék á einu höggi undir pari á gamla vellinum á San Roque svæðinu á Spáni og er í 30.-59. sæti af 156 keppendum, en þrjátíu keppendur fá keppnisrétt á mótaröðinni.

Í dag leikur hann á nýja vellinum sem er opnari en sá gamli en flatirnar mun erfiðari. Í gær byrjaði hann á tíunda teig og byrjaði ekki vel, fékk skolla (+1) á 11. og 12. braut en krækti síðan í fugla (-1) á 15. og 16. og var á einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar þar sem hann fékk skolla á 17. brautinni. Síðari níu holurnar gerði Birgir Leifur engin mistök, fékk fugl á 4. og 9. braut en par á öðrum og kom því inn á einu höggi undir pari vallarins.