Sydney. AFP. | Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“ þegar þeir heilsa fólki vegna þess að það getur talist móðgun við konur, að sögn ástralska dagblaðsins The Daily Telegraph .

Sydney. AFP. | Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“ þegar þeir heilsa fólki vegna þess að það getur talist móðgun við konur, að sögn ástralska dagblaðsins The Daily Telegraph .

Blaðið segir að jólasveinum í borginni hafi verið sagt að segja frekar „ha, ha, ha“.

Blaðið hafði eftir óánægðum jólasveini að umboðsfyrirtæki jólasveina hefði sagt honum að segja ekki „hó, hó, hó“ vegna þess að það gæti hrætt börn og líktist bandaríska slangurorðinu „ho“ sem þýðir vændiskona.

„Nei, hættu nú,“ sagði Julie Gale, sem fer fyrir ástralskri hreyfingu sem berst gegn því að kynlífi sé otað að börnum. „Þetta eru bara lítil börn sem skilja ekki að „hó, hó, hó“ geti þýtt eitthvað annað og ættu ekki að vita það.“

Talsmaður umboðsfyrirtækisins sagði að það væri „villandi“ að segja að jólasveinunum hefði verið bannað að nota þetta orð, aðeins hefði verið mælst til þess.