Kröfuharðir Bílaframleiðendur Porsche hljóta góða einkunn.
Kröfuharðir Bílaframleiðendur Porsche hljóta góða einkunn. — Morgunblaðið/
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Félag bifreiðaeigenda í Þýskalandi, ADAC, birti nýlega skoðanakönnun sem var unnin upp úr svörum 56 þúsund félaga í ADAC. Komu Subaru-bílar best út í heild litið og sköruðu þar fram úr bílum á borð við Porsche og Toyota.

Félag bifreiðaeigenda í Þýskalandi, ADAC, birti nýlega skoðanakönnun sem var unnin upp úr svörum 56 þúsund félaga í ADAC. Komu Subaru-bílar best út í heild litið og sköruðu þar fram úr bílum á borð við Porsche og Toyota.

Félagar ADAC og lesendur hins mánaðarlega félagsblaðs þeirra, Motorwelt, voru beðnir að svara tveimur spurningum og hljóðaði sú fyrri: „Hvaða framleiðandi smíðar bíla sem best mæta kröfum eigenda?“ Átti að gefa einkunn frá einum og upp í fimm þar sem einn er best og fimm verst. Þar kom Porsche best út með 1,17 stig en Subaru fékk 1,27 stig, Jaguar 1,31 stig og Honda 1,34 stig.

Seinni spurningin sneri að því hvernig eigendur upplifðu þjónustu umboðanna og sköruðu japanskir framleiðendur þar fram úr.

Það er skemmst frá því að segja að Subaru fékk í heild 1,20, á undan Porsche sem fékk 1,27 og Toyotu sem fékk 1,37, og mætti segja að það sýni fram á mikilvægi góðrar þjónustu en þar hafa japanskir bílaframleiðendur jafnan staðið sig vel.