Bófi Denzel washington í American Gangster
Bófi Denzel washington í American Gangster
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
American Gangster Denzel Washington leikur bílstjóra voldugs glæpaforingja á áttunda áratugnum. Þegar yfirmaður hans deyr skyndilega notar hann tækifærið til þess að koma undir sig fótunum og verða umsvifamesti fíkniefnasali New York.

American Gangster

Denzel Washington leikur bílstjóra voldugs glæpaforingja á áttunda áratugnum. Þegar yfirmaður hans deyr skyndilega notar hann tækifærið til þess að koma undir sig fótunum og verða umsvifamesti fíkniefnasali New York. Russell Crowe er í hlutverki lögreglumannsins Richie Roberts sem er á hælum fíkniefnabarónsins, en þeir reynast eiga meira sameiginlegt en starfsvettvangur þeirra gefur til kynna.

Metacritic 76/100

Wedding Daze

Bandarísk gamanmynd frá síðasta ári. Stjarna American Pie myndanna, Jason Biggs, er hér í hlutverki manns sem er í ástarsorg og sannfærður um að hann muni aldrei verða við kvenmann kenndur á ný. Að áeggjan besta vinar síns biður hann lífsleiða gengilbeinu um að giftast sér, en það hefur ófyrirsjáanlegar, og væntanlega sprenghlægilegar, afleiðingar fyrir þau bæði.

Engir dómar fundust.