LÆKKANIR urðu á öllum helstu hlutabréfavísitölum heimsins í gær, í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum.

LÆKKANIR urðu á öllum helstu hlutabréfavísitölum heimsins í gær, í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum. Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í gær og sömu sögu var að segja frá Bandaríkjunum en þar lækkaði Dow Jones-vísitalan um 0,9%, Nasdaq um 1% og S & P 500 um 1,3% og ljóst að áhyggjur manna af kreppunni á lánsfjármörkuðum leikur þar stórt hlutverk. En lækkunin er þó einnig rakin til áhyggna fjárfesta af því að einkaneysla fari minnkandi vestanhafs en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í október en hækkunin var þó algerlega í takt við spár greinenda og því eins og fjárfestar hafi vonast eftir merkjum um minnkandi verðbólguþrýsting en aukning verðbólgu dregur úr líkum á því að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti enn frekar. Þá voru nýjar tölur um aukinn fjölda atvinnulausra vestra ekki til þess fallnar að auka mönnum bjartsýni.