Ira Levin
Ira Levin
RITHÖFUNDURINN Ira Levin er látinn. Hann var þekktastur fyrir að skrifa Rosemary's Baby , The Boys From Brazil og The Stepford Wives . Hann lést á heimili sínu í Manhattan á mánudaginn af völdum hjartaáfalls, 78 ára gamall.

RITHÖFUNDURINN Ira Levin er látinn. Hann var þekktastur fyrir að skrifa Rosemary's Baby , The Boys From Brazil og The Stepford Wives .

Hann lést á heimili sínu í Manhattan á mánudaginn af völdum hjartaáfalls, 78 ára gamall.

Kvikmynd var gerð eftir bókinni Rosemary's Baby árið 1968 í leikstjórn Romans Polanski með Miu Farrow í aðalhlutverki.

Fleiri bækur Levin voru færðar á hvíta tjaldið, t.d. The Boys From Brazil , sem Laurence Olivier lék í, og The Stepford Wives með Nicole Kidman. Einnig var gerð mynd eftir leikriti hans, Deathtrap , með Michael Caine og Christopher Reeve.

Levin fæddist í Bronx-hverfinu og vissi frá upphafi að hann vildi verða rithöfundur. Hann byrjaði að skrifa fyrir sjónvarp, en fyrsta skáldsaga hans, A Kiss Before Dying , sló strax í gegn og færði honum Edgar Allan Poe-verðlaunin árið 1953. Sú saga hefur tvisvar verið færð í kvikmyndaform, árin 1956 og 1991.

Levin lætur eftir sig þrjá syni og þrjá sonarsyni.