Borgarstjóri fundar með nemendum Á fundi sínum með nemendum Langholtsskóla fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir teikningar með þeim endurbótum á skólalóðinni sem fyrir liggja.
Borgarstjóri fundar með nemendum Á fundi sínum með nemendum Langholtsskóla fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir teikningar með þeim endurbótum á skólalóðinni sem fyrir liggja. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„ÉG fagna þessu frumkvæði Önnu og vinkvenna hennar. Mér fannst mikilvægt að þær fengju þau skilaboð að okkur í borgarstjórninni þykir mjög vænt um það þegar ungir jafnt sem aldnir láta sér annt um borgina,“ segir Dagur B.

„ÉG fagna þessu frumkvæði Önnu og vinkvenna hennar. Mér fannst mikilvægt að þær fengju þau skilaboð að okkur í borgarstjórninni þykir mjög vænt um það þegar ungir jafnt sem aldnir láta sér annt um borgina,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem í gær átti fund með Önnu Sigurrósu Steinarsdóttur og skólasystrum hennar í Langholtsskóla.

„Það hittist svo vel á að í morgun vorum við í borgarráði að fjalla um framkvæmdaáætlun næsta árs og þar erum við að ráðast í sérstakt átak í uppbyggingu skólalóða,“ segir Dagur og tekur fram að hann voni að framkvæmdir við lagfæringu á skólalóð Langholtsskóla verði boðnar út strax í byrjun árs 2008 svo framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en tvö sumur mun taka að klára þær.

VEFVARP mbl.is
Nemendur Langholtsskóla fá loks skólalóð