— AP
ÍBÚAR Kosovo ganga til kosninga á morgun en bæði er um þingkosningar að ræða og sveitarstjórnarkosningar.
ÍBÚAR Kosovo ganga til kosninga á morgun en bæði er um þingkosningar að ræða og sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæði til handa Kosovo er hið eina sem kemst að hjá Kosovo-Albönum en ólíklegt er að niðurstaða þessara kosninga hafi áhrif á viðræður um stjórnarskrárstöðu Kosovo sem áætlað er að ljúki 10. desember. Hashim Thaci, fyrrverandi foringi Frelsishers Kosovo, (sjá mynd) og flokkur hans eru líklegir sigurvegarar þessara kosninga nú.