THE LOCALS <strong>(Stöð 2 kl. 23.10)</strong> Tveir félagar leggja saman upp í ferðalag, keyra út úr borginni og eru hressir. Þeir eru hins vegar ekki komnir langt upp í sveit þegar gamanið kárnar og einhverjar óræðar mannverur fara að ofsækja þá, að því er virðist að ástæðulausu. Gamaldags framvinda sem vel má gleyma sér yfir hafi maður nákvæmlega ekkert betra við tímann að gera. ***
THE LOCALS (Stöð 2 kl. 23.10) Tveir félagar leggja saman upp í ferðalag, keyra út úr borginni og eru hressir. Þeir eru hins vegar ekki komnir langt upp í sveit þegar gamanið kárnar og einhverjar óræðar mannverur fara að ofsækja þá, að því er virðist að ástæðulausu. Gamaldags framvinda sem vel má gleyma sér yfir hafi maður nákvæmlega ekkert betra við tímann að gera. ***
VERONICA GUERIN (Sjónvarpið kl. 01.05) Hörð og skelegg Hollywood-mynd um konu sem var samkvæmt blaðaskrifum á sínum tíma aðgætin og greind og átti í höggi við flóknara samfélag en þær klisjur sem ber fyrir augun. *** MELINDA AND MELINDA (Stöð 2 kl. 21.

VERONICA GUERIN

(Sjónvarpið kl. 01.05)

Hörð og skelegg Hollywood-mynd um konu sem var samkvæmt blaðaskrifum á sínum tíma aðgætin og greind og átti í höggi við flóknara samfélag en þær klisjur sem ber fyrir augun. ***

MELINDA AND MELINDA

(Stöð 2 kl. 21.30)

Það er einna helst Ferrell, sem leikur í gamanútgáfu sögunnar, sem hleypir lífi og fjöri í leikinn,. enda er hann fulltrúi Allen-týpunnar í myndinni. Þá leggja leikarar á borð við Radha Mitchell, Chloe Sevigny og Chiwetel Ejofor sig fram í sínum hlutverkum en engu þeirra tekst af hrista af sér hinn augljóslega skrifaða tón sem einkennir textann. **

RUN RONNIE RUN!

(Stöð 2 kl. 00.35)

Hann er svo dásamlega vonlaus þessi Ronnie og svo innilega leikinn af David nokkrum Cross (sem bjó til karakterinn) að taka má sénsinn á að gefa myndinni meðmæli fyrir þá sem á annað borð eru léttir á því, nett svífandi og þora að hafa gaman af öðru eins rugli. ***

A SHOT AT GLORY

(Stöð 2 Bíó kl. 18.00)

Að undanskildum Glasgowrisunum gefur fótboltinn í Skotlandi ekki tilefni til stórviðburða þótt McCoist bregði fyrir og Duvall fari með aðalhlutverkið. **

HOME ROOM

(Stöð 2 Bíó kl. 20.00)

Höfundurinn fellur í þá gryfju að ætla að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem hann veltir upp og fleiri til um ástandið í bandarísku samfélagi í dag. **

Sæbjörn Valdimarsson