EYGLÓ Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti eigið meyjamet í 100 metra fjórsundi um fjórar sekúndur í gærkvöld en þá hófst keppni á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalnum.

EYGLÓ Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti eigið meyjamet í 100 metra fjórsundi um fjórar sekúndur í gærkvöld en þá hófst keppni á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalnum. Eygló synti á 1:08,35 mínútu í undanrásum og keppir til úrslita í dag.

Inga Elín Cryer, 14 ára stúlka frá Akranesi, náði lágmarkinu í 800 m skriðsundi fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Færeyjum í desember. Hún synti á 9:41,52 mínútum og varð önnur en Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi sigraði örugglega.

Hilmar Pétur Sigurðsson, ÍRB, sigraði í 1.500 m skriðsundi karla og varð Íslandsmeistari í greininni í sjötta sinn.