ÞORLEIFUR Ólafsson var sjóðheitur þegar Grindvíkingar unnu Fjölni 90:84 í Grafarvoginum í gærkvöldi. Grindavíkingar fylgja því fast á eftir nágrönnum sínum úr Keflavík, eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir.

ÞORLEIFUR Ólafsson var sjóðheitur þegar Grindvíkingar unnu Fjölni 90:84 í Grafarvoginum í gærkvöldi. Grindavíkingar fylgja því fast á eftir nágrönnum sínum úr Keflavík, eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir. Þorleifur átti flottan leik í liði Grindvíkinga sem og þeir Páll Axel Vilbergsson, Adam Darboe og Páll Kristinsson. Johathan Griffin var einnig sterkur. Þorleifur gerði 13 stig, tók 7 fráköst, átti sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

Fjölnismenn mættu með tvo nýja erlenda leikmenn sem báðir eru nýkomnir til landsins og vonandi fyrir Grafarvogsliðið að frammistaða þeirra í gær sé ekki dæmigerð fyrir það sem þeir geta í körfubolta. Þetta eru þeir Anthony Drejaj og Terrance Herbert.

Níels Dungal var bestur í liði heimamanna og Karlton Mims náði sér á strik eftir að hafa verið slakur framan af leik. Þá hitti Helgi Þorláksson ágætlega úr þriggja stiga skotum sínum.

Athygli vakti að aðeins tveir leikmenn Fjölnis fóru á vítalínuna í gærkvöldi og hittu úr öllum skotum sínum, Mims úr átta og fyrirliðinn Hjalti Vilhjálmsson úr tveimur.