GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, kynnti sértækar aðgerðir í starfsmannamálum í gær. Aðgerðunum er ætlað að laða fólk að lausum störfum.

GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, kynnti sértækar aðgerðir í starfsmannamálum í gær. Aðgerðunum er ætlað að laða fólk að lausum störfum. Kostnaðurinn nemur 150 milljónum, sem bætast við þær 30 milljónir sem þegar hafa verið lagðar til leikskólamála í haust. Hækkun eingreiðslna á mánuði um 6-16 þúsund krónur kemur til framkvæmda 1. desember og tekur til starfsfólks leik- og grunnskólanna.

Innra starf leikskóla verður eflt með nýjum sjóðum, hliðstæðum þeim sem þegar eru til staðar í grunnskólunum, en framlag til hvers skóla verður allt að einni milljón, eftir stærð. Þá verður mati á starfsreynslu breytt, sérstök hlunnindi aukin og starfsmönnum veittur forgangur fyrir börn sín inn á leikskólana. Með þessu verða lægstu laun hjá bænum um 152 þúsund krónur og hæstu laun ófaglærðs starfsfólks um 180 þúsund krónur.