<h4>Á göngu við Skothúsveg</h4>ÞESSI fallega mynd var tekin við Skothúsveg fyrir skömmu. Þar er margt að skoða og hægt að sjá margar af tignarlegustu byggingum Reykjavíkurborgar, að ekki sé talað um Tjörnina sjálfa.

Á göngu við Skothúsveg

ÞESSI fallega mynd var tekin við Skothúsveg fyrir skömmu. Þar er margt að skoða og hægt að sjá margar af tignarlegustu byggingum Reykjavíkurborgar, að ekki sé talað um Tjörnina sjálfa. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um áfengissölu í matvöruverslunum ÉG ER svo undrandi og hneyksluð á heilbrigðisráðherra. Í gærkvöld var hann með fjölda ungmenna að styðja baráttu gegn vímuefnum, sem er gott og blessað.

Um áfengissölu í matvöruverslunum

ÉG ER svo undrandi og hneyksluð á heilbrigðisráðherra. Í gærkvöld var hann með fjölda ungmenna að styðja baráttu gegn vímuefnum, sem er gott og blessað. Á sama tíma er hann fylgjandi áfengissölu í matvöruverslunum, sem við vitum öll að mun bara stuðla að aukinni drykkju ungmennanna. Hann hefði átt að hlusta á Ara Matthíasson á RÚV fyrir viku. Hann veit hvað hann er að segja og hefur kynnt sér þau vandamál sem skapast við sölu áfengis í matvöruverslunum, og er greinilega annt um að vernda æskuna okkar sem er jú okkar hlutverk. Aðgengi að vímu hér er allt of gott að mínu mati. Það er þó ekki eingöngu unga fólkið sem á í vandræðum. Í mínum vinahópi, 55 ára og þar í kring, hafa sorglega margir þróað með sér áfengissýki síðustu árin. Sérstaklega eftir að bjórsalan var gefin frjáls. Það er svo auðvelt að opna bjórdósirnar og ískápurinn fullur af bjór, áður var bara blandað í glas þegar farið var á ball. En afleiðingarnar af þessu eru þær að barnabörnin hætta að koma í heimsókn til ömmu sinnar og afa, og foreldrar hætta að treysta þeim fyrir börnunum sínum. Þannig skapast erfiðleikar, leiðandi og ósamkomulag verður á milli foreldra og barna. Mörg slík dæmi eru í kringum mig. Að lokum skora ég á þingmenn að fella nýja frumvarpið um áfengisölu í matvöruverslunum. Það er ekkert smart við það að taka bjórkippu með kjötfarsinu á miðvikudögum. Ég skora á þá að samþykja þetta frumvarp ekki.

Amma.

Er nauðsynlegt að allir skólar byrji á sama tíma á morgnana?

ALVEG furðulegt. Ég hef aldrei skilið það að verið er að vekja grunnskólakrakkana fyrir allar aldir á morgnana. Flestir skólar byrja nefnilega á sama tímapunkti og fæstar stofnanir og fyrirtæki opna á þeim tíma. Því hljóta foreldrar að vera heima. Því ekki að leyfa börnunum að hvíla sig lengur á morgnana í skammdeginu? Dettur engum skólayfirvöldum í hug í allri þessari umræðu um umferðarþunga að skólarnir ættu að byrja á mismunandi tíma? Ég veit um einn skóla sem hefur haft vit á því að byrja 8.30 í staðinn fyrir 8.10. Ég veit það bara að ég þarf að halda fyrir nefið (vegna mengunar) ef ég fæ mér göngutúr á morgnana með barninu mínu og reyni að fara krókaleið til að verða fyrir minni mengun. Gott væri að heyra í fleirum í sambandi við þetta mál, t.d. borgayfirvöldum sem hafa umsjón með skólunum.

Móðir.

Mási er týndur

HANN heitir Mási, er svartur norskur skógarköttur, stór, 12 ára gamall. Vanafastur. Hann fór út morguninn 13.11. kl. 7 frá heimili sínu í Æsuborgum 14. Mási skilaði sér ekki heim í þetta skiptið og ef einhver getur gefið minnstu upplýsingar um ferðir Mása er hann beðin að hringja í síma: 586-1047, 822-0283 eða 822-0284. Mási er með merkta hálsól og bjöllu.

Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is