Þjóðmenningarhúsið.
Þjóðmenningarhúsið.
Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í kristalssal Þjóðmenningarhússins kl.17. Þar gefst færi á að heyra eitt af meistaraverkum strengjatónbókmenntanna, Strengjaoktett Mendelssohns.
Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í kristalssal Þjóðmenningarhússins kl.17. Þar gefst færi á að heyra eitt af meistaraverkum strengjatónbókmenntanna, Strengjaoktett Mendelssohns. Þessi frábæra tónsmíð verður enn magnaðri ef haft er í huga að tónskáldið var einungis 16 ára gamalt þegar það samdi verkið. Hljóðfæraleikarar eru Guðný Guðmundsdóttir, Sif Tulinius, fiðla, Andrzej Kleina, Greta Guðnadóttir, Helga Þórarinsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson.