— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
1 Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að stofnað verði við HÍ prófessorsembætti í nafni Jónasar Hallgrímssonar. Hver er fyrsti flutningsmaður? 2 Þingmaður frá Færeyjum er í lykilstöðu í danska þinginu. Hver er hann?

1 Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að stofnað verði við HÍ prófessorsembætti í nafni Jónasar Hallgrímssonar. Hver er fyrsti flutningsmaður?

2 Þingmaður frá Færeyjum er í lykilstöðu í danska þinginu. Hver er hann?

3 Leikhópurinn Fjalakötturinn frumsýnir Heddu Gabler í Tjarnarbíói í kvöld. Eftir hvern er leikritið?

4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson vill vera áfram hjá liði sínu í Noregi. Hvaða lið er það?

Svör við spurningum gærdagsins:

1.

Höfundur sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins fékk verðlaun fyrir íslenskunotkun. Hvað heitir höfundurinn? Svar: Ásdís Bergþórsdóttir. 2. Hvað heitir nýja veiðibókin þeirra Einars Fals Ingólfssonar og Kjartans Þorbjörnssonar? Svar: Í fyrsta kasti. 3. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að leggja niður gamalgróið embætti í borgarkerfinu. Hvaða embætti er það? Svar: Borgarritari. 4. Höfði var lýstur bláum ljósum á þriðjudag. Í hverra þágu? Svar: Sykursjúkra.