HALLUR Páll Jónsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá 1. nóvember. Fráfarandi mannauðsstjóri Birgir Björn Sigurjónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá sama tíma.

HALLUR Páll Jónsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá 1. nóvember. Fráfarandi mannauðsstjóri Birgir Björn Sigurjónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá sama tíma.

Hallur Páll hefur undanfarin tvö ár verið deildarstjóri ráðgjafadeildar mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar. Áður var hann starfsmannastjóri félagsþjónustu Reykjavíkurborgar um ellefu ára skeið. Hallur Páll hefur lokið BA-gráðu í heimspeki og sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.