Ómar R. Valdimarsson | 15. nóvember Ekki kaupa iPhone Ég er einn þeirra sem eru með strax-veikina á lokastigi. Endrum og eins koma nýjar græjur á markað sem ég verð alveg veikur fyrir og gefst ekki upp fyrr en ég hef fengið þær í hendurnar.

Ómar R. Valdimarsson | 15. nóvember

Ekki kaupa iPhone

Ég er einn þeirra sem eru með strax-veikina á lokastigi. Endrum og eins koma nýjar græjur á markað sem ég verð alveg veikur fyrir og gefst ekki upp fyrr en ég hef fengið þær í hendurnar. Um daginn var það iPhone. Ég gat ekki á mér setið og keypti ólæstan síma á eBay og fékk hann sendan til Íslands.

Það er ekki hægt að neita því að iPhone er einstaklega flott græja. Snertiskjárinn er flottur og það er sniðugt að það sé hægt að horfa á sjónvarpsefni í honum, eftir að hafa halað því niður í gegnum iTunes. Valmyndin er smart og það að geta flett í gegnum plötuumslög er nostalgísk nálgun fyrir þá sem óttast að sleppa takinu af geisladiskum (eða vínylplötum!).

En gallar iPhone eru þó fleiri heldur en kostir.

1. Gæði símtala.

Það er vonlaust að nota iPhone til þess að hringja úr honum. Þetta er iPod, sem hægt er að hringja úr. Gæði símtalanna eru slök. Afar slök. Reyndar svo slök að það var ómögulegt að tala í símann nema í gegnum handfrjálsa búnaðinn.

2. Viðmót símans.

Á sama tíma og það er vonlaust að nota símann til þess að hringja úr honum er vesen að komast í símavalmyndina. Til þess að komast í hana þarf að fara í gegnum tvær valmyndir.

3. Að horfa á bíó.

Til þess að horfa á bíómyndir sem maður á þegar á harða diskinum sínum, þarf maður að umbreyta þeim yfir á snið sem iPhone/iTunes ræður við að spila. Það tekur tíma og er eintómt vesen. Af hverju í veröldinni gat Apple ekki einfaldlega verið með spilara sem getur spilað fleiri skráarsnið? Slíkir spilarar hafa verið til lengi, sbr. hið frábæra gjaldfrjálsa forrit VLC.

4. Engin 3G....

omarr.blog.is