[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ragna Ingólfsdóttir hætti við þátttöku á Opna norska meistaramótinu í badminton sem hófst í Ósló í gær. Eftir að hafa keppt á mótum tvær helgar í röð ákvað hún að vera hér heima og safna kröftum.

R agna Ingólfsdóttir hætti við þátttöku á Opna norska meistaramótinu í badminton sem hófst í Ósló í gær. Eftir að hafa keppt á mótum tvær helgar í röð ákvað hún að vera hér heima og safna kröftum. Magnús Ingi Helgason hélt hins vegar ótrauður til Óslóar og tók þátt í einliðaleik hvar hann tapaði í fyrstu umferð og er úr leik.

F rank Rijkaard , þjálfari Barcelona , var mjög ánægður með framlag Eiðs Smára Guðjohnsen í bikarleiknum gegn Alcoyano í vikunni en Eiður skoraði í þeim leik sitt fyrsta mark á leiktíðinni úr tvítekinni vítaspyrnu og átti þátt í fyrsta markinu sem Thierry Henry skoraði. „Eiður verðskuldaði að skora mark. Hann átti virkilega góðan leik, var skapandi og ógnandi. Hann sýndi mikla ró í vítaspyrnunni en það er aldrei gott að þurfa að endurtaka víti,“ sagði Rijkaard á vef félagsins.

Axel Stefánsson, þjálfari norska handknattleiksliðsins Elverum, var nálægt því að koma „Íslendingaliðinu“ í úrslit norsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld en liðið tapaði með minnsta mun, 31:30, fyrir Fyllingen á útivelli í Bergen . Staðan var 17:18 fyrir Elverum í hálfleik en það dugði ekki til. Sigurður Ari Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Elverum, Ingimundur Ingimundarson var með þrjú mörk og Samúel Ívar Árnason skoraði tvö.

Framtíð Chris Colemans, þjálfara spænska liðsins Real Sociedad , er í mikilli óvissu eftir að stjórn félagsins tilkynnti að hún ætlaði að hætta og boða til kosninga í byrjun janúar. Coleman hefur sagt að hann muni láta af störfum hjá félaginu ef forseti þess, Maria de la Pena , verði ekki áfram við völd.

Coleman tók við þjálfun liðsins í sumar en það féll úr 1. deildinni í vor. Í síðasta mánuði báru forráðamenn Bolton víurnar í Coleman og vildu fá hann til að taka við af Sammy Lee en hann hafnaði því boði. Undir stjórn Colemans er Sociadad í 13. sæti í 2. deildinni.

Roman Pungartnik leikur ekki með Gummersbach á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Val í Köln Arena í meistaradeild Evrópu í handknattleik. Pungartnik fékk rautt spjald í viðureign Gummersbach og Veszprem og var úrskuðaður í eins leiks bann af EHF.