— Morgunblaðið/Frikki
HILDUR Berglind Jóhannsdóttir, 8 ára Reykjavíkursnót, gerði sér lítið fyrir og lagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að velli í upphitunarskák fyrir Heimsmeistaramót barna og unglinga í skák í gær.
HILDUR Berglind Jóhannsdóttir, 8 ára Reykjavíkursnót, gerði sér lítið fyrir og lagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að velli í upphitunarskák fyrir Heimsmeistaramót barna og unglinga í skák í gær. Mótið hefst í Tyrklandi næstkomandi laugardag, en níu íslenskir krakkar taka þátt. Eftir einvígið var Geir nokkuð hissa og sagðist hafa talið sig í sterkri stöðu allt þar til yfir lauk. Hildur kvaðst ekki líta á Geir öðruvísi en aðra andstæðinga: „Það er alveg sama við hvern ég tefli, ég ætla alltaf að vinna. Hann féll nú bara í smá gildru, hann hefði nú eiginlega átt að sjá þetta fyrir.“ Um viðureignina orti Kristján Hreinsson, stjórnarmaður í Taflfélaginu, um hæl: Lítil snót á beina braut/ barst í tafli villtu /er Geir á móti Hildi hlaut/ hræðilega byltu.