GERÐAR hafa verið breytingar á upplýsingatæknisviði Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka.
GERÐAR hafa verið breytingar á upplýsingatæknisviði Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Skúli Valberg Ólafsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sviðsins, hverfur til annarra starfa innan bankans og í hans stað hefur Jim Hill verið skipaður framkvæmdastjóri. Hann muna heyra beint undir William Fall forstjóra og hafa aðsetur í London.

Sæmundur Valdimarsson verður áfram upplýsingatæknistjóri starfseminnar á Íslandi og Pekka Virtanen upplýsingatæknistjóri eQ, en báðir taka þeir einnig við nýjum verkefnum á þessu sviði sem ná til bankans í heild, segir í tilkynningu.

Skúla Valberg bíða ný verkefni við frekari framþróun bankans, m.a. við að móta og byggja upp nýja starfsemi á sviði sjóðsstýringar. Jim Hill var ráðinn til starfa hjá Straumi í september sl. Fram að því, eða frá árinu 2002, var hann framkvæmdastjóri á tæknisviði hjá Bank of America í London og starfaði þar fyrir alþjóðlegt þjónustusvið fjárstýringar bankans. Þar áður gegndi hann yfirmannsstöðum hjá Citigroup og Industrial Bank of Japan.