6. janúar 2008 | Auðlesið efni | 90 orð | 1 mynd

Obama sigraði for-kosningar

Barack Obama fagnar sigri ásamt konu sinni Michelle.
Barack Obama fagnar sigri ásamt konu sinni Michelle. — REUTERS
Mike Huckabee og Barack Obama sigruðu óvænt í for-kosningunum í Iowa í Banda-ríkjunum sem fram fóru aðfara-nótt föstu-dags.
Mike Huckabee og Barack Obama sigruðu óvænt í for-kosningunum í Iowa í Banda-ríkjunum sem fram fóru aðfara-nótt föstu-dags.

Demókratinn Obama sigraði með 37,58% atkvæða, John Edwards fékk 29,75%, og Hillary Clinton fékk 29,47% atkvæða, en hún hefur yfir-leitt mælst með svipað eða meira fylgi og Obama í könnunum.

Niðurstöðurnar í Iowa hafa takmarkað gildi þar sem kjósendur í ríkinu eru tiltölulega fáir. Þær eru þó sagðar hafa táknrænt gildi og geta orðið sigurvegurunum lyftistöng í mikilvægari forkosningum sem framundan eru.

Næstu forkosningar fara fram í New Hampshire þann 8. janúar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.