Á góðra vina fundi Davíð Oddsson, eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, og sonur þeirra, Þorsteinn, hlýða á ræðu í afmælinu í Tjarnarsalnum í gær.
Á góðra vina fundi Davíð Oddsson, eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, og sonur þeirra, Þorsteinn, hlýða á ræðu í afmælinu í Tjarnarsalnum í gær. — Árvakur/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MILLI eitt þúsund og tólf hundruð manns mættu í sextugsafmæli Davíðs Oddssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að því er Ástvaldur Guðmundsson, umsjónarmaður Ráðhússins, áætlaði.

MILLI eitt þúsund og tólf hundruð manns mættu í sextugsafmæli Davíðs Oddssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að því er Ástvaldur Guðmundsson, umsjónarmaður Ráðhússins, áætlaði.

Glatt var á hjalla þegar ræðumenn kvöddu sér hljóðs í Tjarnarsalnum en þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra, Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri, og Halldór Blöndal, formaður bankaráðs Seðlabankans, tóku til máls við góðar undirtektir. Sjálfur hélt Davíð ræðu á léttu nótunum og bar þar m.a. saman afmælið nú og fyrir tíu árum og hvað hefði gerst í millitíðinni.

Bergþór Pálsson söng fyrir gesti og var stemningin afar góð að sögn viðstaddra.