SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands laugardaginn 26. janúar kl. 13.30 í sal HT-102 (Auditorium 1) á Háskólatorgi.

SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands laugardaginn 26. janúar kl. 13.30 í sal HT-102 (Auditorium 1) á Háskólatorgi.

Að fyrirlestrinum loknum mun Zizek árita Órapláguna, nýútkomna bók sína í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, í Bóksölu stúdenta.

Zizek kemur hingað til lands á vegum útgefanda síns á Íslandi, Hins íslenska bókmenntafélags. Fyrirlesturinn er í boði Bókmenntafélagsins, Heimspekistofnunar Háskóla Íslands, Félags áhugamanna um heimspeki og Listaháskóla Íslands. Zizek fæddist í Ljubljana 1949 og hefur vakið athygli um allan heim á síðustu árum og áratugum fyrir frjóa, líflega og vægðarlausa greiningu á samfélagi og menningu, segir í fréttatilkynningu.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.