Þéttbýlið syðst í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins.

Þéttbýlið syðst í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leikskólans Álfasteins.

Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða Skógarhlíðarhverfi, en flestar atvinnulóðirnar hafa verið kenndar við Lónsbakka. Hagstofunni hefur verið tilkynnt um þá ákvörðun að allt svæðið verði nefnt Lónsbakki og er þess vænst að nafngiftin festist í sessi.