ALLS hafa verið felldar niður 104 afskriftir fyrir hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir að Kaupþing ákvað að innheimta ekki áskriftirnar í hlutafjárútboðinu. Exista hefur sem kunnugt er gert öllum hluthöfum Skipta yfirtökutilboð.
ALLS hafa verið felldar niður 104 afskriftir fyrir hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir að Kaupþing ákvað að innheimta ekki áskriftirnar í hlutafjárútboðinu. Exista hefur sem kunnugt er gert öllum hluthöfum Skipta yfirtökutilboð.

Er Kaupþing nú skráð fyrir um 1.980 milljónum hluta í Skiptum, sem nemur um 26,9% alls hlutafjár í félaginu. Fyrir útboðið var Kaupþing skráð fyrir 27,8% hlut í Skiptum en Exista er stærsti hluthafinn með 43,6% hlut. Næstu hluthafar þar á eftir, fyrir útboðið, voru lífeyrissjóðir, þ.e. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi, Stafir og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem greiða á fyrir með bréfum í Exista á genginu 10,1. Þess má geta að gengi bréfa Exista var komið 10,93 í kauphöllinni í gær og bréf Skipta stóðu í 6,57. Yfirtökutilboðið gildir frá klukkan níu á mánudaginn 31. mars og til dagsloka þann 26. maí nk..