Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Hún er stundum skrýtin tík, pólitíkin. Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar var Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. fyllilega heimilt að selja eignir á Miðnesheiði án útboðs.
Hún er stundum skrýtin tík, pólitíkin. Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar var Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. fyllilega heimilt að selja eignir á Miðnesheiði án útboðs. Þess utan kemur þar fram að hagsmuna ríkisins hafi verið gætt í þeim viðskiptum sem fram fóru.

Þar með hefðu flestir talið, að málið væri afgreitt, óvissu hefði verið eytt, niðurstaða væri fengin. En ó nei, ekki!

Ekki Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem ásamt Atla Gíslasyni, þingmanni vinstri grænna, gekk harðast fram í gagnrýni sinni fyrr í vetur á það með hvað hætti eignunum hafði verið ráðstafað.

Þeir víluðu ekki fyrir sér að halda því fram að um óeðlileg hagsmunatengsl nafngreindra einstaklinga hefði verið að ræða, sem hefðu verið „að skara eld að eigin köku“ eins og þingmennirnir orðuðu það svo smekklega.

Bjarni Harðarson mætti Ragnheiði Elínu Árnadóttur í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, og hélt uppteknum hætti að mestu, með dylgjum og óhróðri um nafngreinda menn og taldi Ríkisendurskoðun einfaldlega ekki hafa rannsakað þau gagnrýniatriði sín sem mestu máli skiptu!

Vill þingmaðurinn alls ekki að tekið sé mark á honum?

Það er hægt að lýsa viðureign þeirra Bjarna og Ragnheiðar Elínar á einfaldan hátt: Ragnheiður Elín vann!