Eftir slælega frammistöðu í árekstrarprófi EuroNCAP hefur Nissan Navara undirgengist endurbætur og uppfærslu á hugbúnaði sem stjórnar loftpúðunum í bílnum.
Eftir slælega frammistöðu í árekstrarprófi EuroNCAP hefur Nissan Navara undirgengist endurbætur og uppfærslu á hugbúnaði sem stjórnar loftpúðunum í bílnum. Fyrir breytingarnar náði bíllinn einni yfirstrikaðri stjörnu í prófunum en fær nú þrjár, sem er mjög viðunandi einkunn.

Framkvæmdastjóri EuroNCAP segir að Nissan hafi brugðist við á „skjótan og ábyrgan hátt“. Nánari upplýsingar má finna á euroncap.com.