Keppnishjól Það er óhætt að segja að Ducati 1098 sé harðkjarnalegt að sjá og kemur því ekki á óvart að mótorhjólið var valið sporthjól ársins 2008.
Keppnishjól Það er óhætt að segja að Ducati 1098 sé harðkjarnalegt að sjá og kemur því ekki á óvart að mótorhjólið var valið sporthjól ársins 2008.
Það er ekkert lát á sigurgöngu Ducati en nýjustu kynslóðir mótorhjólanna hafa reynst gífurlega vinsælar. Tvö Ducati mótorhjól voru valin sem mótorhjól ársins 2008, annars vegar í Sport flokki og hins vegar í Supermoto flokki.
Það er ekkert lát á sigurgöngu Ducati en nýjustu kynslóðir mótorhjólanna hafa reynst gífurlega vinsælar. Tvö Ducati mótorhjól voru valin sem mótorhjól ársins 2008, annars vegar í Sport flokki og hins vegar í Supermoto flokki.

Það voru 95 þúsund lesendur ellefu evrópskra mótorhjólablaða sem völdu sigurvegara ársins í hverjum flokki.

Ekki bara efstu sætin hjá Ducati

Hypermotard mótorhjólið vann í öðrum flokknum og keppti þar við jaxla eins og BMW R1200GS, KTM 950 Supermoto, Triumph Tiger og Honda Varadero. Var sigur Ducati nokkuð afgerandi þar sem lesendur 6 landa af ellefu röðuðu Ducati mótorhjólinu í efsta sætið.

Ducati 1098 vann svo í sportflokknum með álíka miklum mun. Ducati lét sér ekki bara nægja efstu sætin fyrir áðurnefnd mótorhjól því lesendur blaðsins töldu Ducati bjóða upp á bestu hönnunina, heitasta merkið og mestu keppnisgetuna. Það er því ekki komið að tómum kofunum hjá Ducati um þessar mundir.