Tilkomumikill Svona lítur breyttur Land Cruiser 200 út á 35" dekkjum. Upphaflegur svipurinn heldur sér þó.
Tilkomumikill Svona lítur breyttur Land Cruiser 200 út á 35" dekkjum. Upphaflegur svipurinn heldur sér þó. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir skemmstu breytti Fjallasport eintaki af hinum nýja Land Cruiser 200 jeppa í fyrsta sinn fyrir 35" dekk en fyrirtækið hefur í gegnum árin sérhæft sig í breytingum á Toyota-jeppum. Hefur það t.d. gert breytingar fyrir 44 dekk á Land Cruiser 120.
Fyrir skemmstu breytti Fjallasport eintaki af hinum nýja Land Cruiser 200 jeppa í fyrsta sinn fyrir 35" dekk en fyrirtækið hefur í gegnum árin sérhæft sig í breytingum á Toyota-jeppum. Hefur það t.d. gert breytingar fyrir 44 dekk á Land Cruiser 120. Verkefnið er unnið í samvinnu við Samtak sem hannar meðal annars brettakanta á breyttu bílana.

Breytingin felur meðal annars í sér að jeppinn er hækkaður um 50 mm á undirvagni og neðsti punktur jeppans hækkar um ca 30 mm. Þá fær bíllinn sérmíðaðar álfelgur (17x10) á bílinn og brettakanta. Eins og meðfylgjandi myndir sýna gefur breytingin jeppanum enn glæstari svip.

Að sögn Reynis Jónssonar hjá Fjallasporti er jeppinn mun mýkri í akstri á almennilegum jeppadekkjum en á upphaflegum dekkjum. Segir hann jafnframt að breyttur Landcruiserinn sé nú mun hæfari til að takast á við íslenska hálendið.

Þegar Fjallasport hefur lokið við sinn hluta breytingaferlisins þá er farið með jeppann í húsakynni Samtaks ehf. sem sér um hanna og sérsmíða brettakanta á bílinn. Snorri Hauksson hjá Samtaki segir að ólíkt fyrri breytingum haldi þessi nýbreytti Land Cruiser 200 að mestu sínu upphaflega útliti, meðal annars vegna þess að bæði upphaflegu gangbretti og aurhlífum er haldið. Þá telur hann líklegt að fyrirtækið muni senn hanna brettakanta fyrir enn stærri dekk.

Í heildina kostar breyting fyrir 35" dekk um 1.200.000 kr. en innifalið í verðinu er 35x12, 5R17 dekk, 17x10 álfelgur, felgurær, sérsmíðaðir brettakantar í lit, klæðning innan í brettaköntum, gangbrettafestingar, 50 mm upphækkunarsett og hjólastilling.