Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur hafin Aðalsveitakeppni BR hófst þriðjudaginn 25. mars með þátttöku 18 sveita. Keppnin stendur yfir í fjögur kvöld.

Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur hafin

Aðalsveitakeppni BR hófst þriðjudaginn 25. mars með þátttöku 18 sveita. Keppnin stendur yfir í fjögur kvöld. Sölufélag garðyrkjumanna hefur verið að stimpla sig inn í vetur og er til alls líklegt, en það er efst eftir fyrsta kvöldið. Staða efstu sveita:

Sölufélag garðyrkjumanna 42

Eykt 41

Grant Thornton 39

Guðmundur Hermannsson 38

Prentmet 38

Efstu menn í bronsstigakeppni:

Kjartan Ásmundsson 221

Jón Baldursson 218

Þorlákur Jónsson 218

Aðalsteinn Jörgensen 208

Sverrir Ármannsson 208

Opið Íslandsmót í tvímenningi

Stjórn Bridssambands Íslands hefur ákveðið að hafa Íslandsmótið í tvímenningi opið öllum, óháð því hvort pör hafi unnið sér inn rétt á svæðamótum. Spilað verður í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 11 laugardaginn 29. mars og lýkur mótinu upp úr kl. 18 sunnudaginn 30.mars.

Skráning er þegar hafin í síma 587-9360 og á bridge.is.

Núverandi Íslandsmeistarar í tvímenningi eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Í úrslitum er spilaður monrad-barómeter og fer spilafjöldi eftir þátttöku. Ef 60 eða færri pör mæta til leiks, þá verða 20 umferðir með 6 spil milli para. Ef 61-84 pör, þá 24 umferðir með 5 spilum milli para. Mynduð verður nákvæm tímaáætlun þegar ljóst verður hve þátttakan verður mikil. Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 28. mars kl. 16.

Bridsfélögin á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 19. mars var spilaður eins kvölds páskatvímenningur hjá bridsfélögunum og mættu 10 pör. Voru vegleg páskaegg í verðlaun fyrir efstu sætin.

Úrslit kvöldsins eru sem hér segir:

Arnar Arngrss. og Garðar Þ. Garðarss. 130

Karl G. Karlss. og Gunnl. Sævarss. 128

Sigfús Ingvas. og Dagur Ingimundars. 120

Þórir Hrafnkelss. og Sigurður Davíðss. 108