Svekkelsi „Ég vona að mín fjarvera virki jákvætt á strákana en það verður erfitt að sitja hjá og fylgjast með úr stúkunni,“ segir Friðrik Stefánsson , körfuboltakappi hjá Njarðvík.
Svekkelsi

„Ég vona að mín fjarvera virki jákvætt á strákana en það verður erfitt að sitja hjá og fylgjast með úr stúkunni,“ segir Friðrik Stefánsson , körfuboltakappi hjá Njarðvík. Úrslitakeppnin í körfu karla hefst í kvöld en Friðrik er úr leik að kröfu lækna eftir tíðar hjartsláttartruflanir. Fer hann í aðgerð vegna þess í maí og eru líkurnar taldar meiri en minni að hann sjáist á ný í búningi Njarðvíkinga gangi allt að óskum.