„Við reiknum með að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,2% milli febrúar og mars,“ segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Hagstofan birtir tölur um breytingu neysluverðsvísitölunnar í dag.
„Við reiknum með að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,2% milli febrúar og mars,“ segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Hagstofan birtir tölur um breytingu neysluverðsvísitölunnar í dag.

„Gangi það eftir mun ársverðbólga aukast í 8,4% úr 6,8%,“ segir Glitnir. „Helstu valdar þessarar miklu hækkunar vísitölunnar í marsmánuði eru að vetrarútsölum er lokið og áhrif þess falla bæði á febrúar og mars. Mikil gengislækkun krónunnar hefur einnig sitt að segja auk hækkunarþrýstings vegna vöruverðshækkunar á erlendum mörkuðum og innlends kostnaðarauka, meðal annars vegna mikillar hækkunar launa á síðasta ári. “