KATHRYN Kelly heldur námskeið um áhrif fósturskaða vegna áfengisneyslu (Fetal Alcohol Spectrum Disorder, FASD) og hvernig hann tengist auknum líkum á því að einstaklingar sem þannig hafa skaðast komist í kast við lögin mánudaginn 31. mars.
KATHRYN Kelly heldur námskeið um áhrif fósturskaða vegna áfengisneyslu (Fetal Alcohol Spectrum Disorder, FASD) og hvernig hann tengist auknum líkum á því að einstaklingar sem þannig hafa skaðast komist í kast við lögin mánudaginn 31. mars.

Með FASD er átt við þau varanlegu skaðlegu áhrif sem áfengi getur haft á fóstur og líf einstaklingsins, en áfengisneysla getur skaðað fóstur hvenær sem er á meðgöngu. Öll líffærakerfi geta skaðast af þessum sökum en mest hætta er á heilaskaða. Fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna áfengisneyslu móður á meðgöngu er mun líklegra en annað fólk til að komast í kast við lögin og enda fyrir dómstólum, segir í fréttatilkynningu.

Kathryn Kelly stýrir samstarfsverkefni þriggja deilda innan University of Washington, Seattle, þ.e. læknadeildar, lagadeildar og félagsvísindadeildar. Verkefnið veitir ráðgjöf til ýmissa aðila s.s. réttarkerfis, lögfræðinga og foreldra vegna einstaklinga með FASD (Fetal Alcholic Spectrum Disorders). Hún stýrir einnig verkefni á vegum héraðsdóms Seattle sem miðar að því að efla lífsleikni einstaklinga með FASD.

Á námskeiðinu mun Kelly kynna aðferðir til að greina FASD og áhrifaríkar aðferðir til að meðhöndla einstaklinga með FASD jafnframt því að kynna hvaða aðferðum dómskerfið getur beitt til að ná árangri með slíka einstaklinga.

Námskeiðið er hugsað fyrir fagfólk á sviði réttarkerfis, heilbrigðis- og félagskerfis en Kelly hefur haldið sambærilega fyrirlestra víða, bæði innan og utan Bandaríkjanna.

Námskeiðið er haldið mánudaginn 31. mars kl. 8:30-11:30 í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.