Umferð í Ártúnsbrekku gekk afar hægt um tíma í gær en tugum flutningabíla með tengivagna var lagt á götuna skammt frá verslun N1 og lokuðu þeir umferðinni í báðar áttir.
Umferð í Ártúnsbrekku gekk afar hægt um tíma í gær en tugum flutningabíla með tengivagna var lagt á götuna skammt frá verslun N1 og lokuðu þeir umferðinni í báðar áttir. Um var að ræða aðgerðir atvinnubílstjóra sem vildu mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda.

Miklar bílaraðir mynduðust á Miklubraut allt að Háaleitisbraut. Lögreglan átti í erfiðleikum með að komast á svæðið vegna umferðartafanna sem þó greiddist úr að lokum.