Stefna Péturs M. Jónssonar vatnalíffræðings á hendur umhverfisráðherra var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.
Stefna Péturs M. Jónssonar vatnalíffræðings á hendur umhverfisráðherra var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.

Pétur stefnir umhverfisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til þess að fá hnekkt úrskurði ráðherra þess efnis að heimilt sé að leggja nýja veglínu í stað vestari hluta Gjábakkavegar. Sú veglína sem stendur til að leggja, og kallast Lyngdalsheiðarvegur, mun að mati Péturs færa umferðina nær hrygningassvæðum í Þingvallavatni og valda aukinni hættu á niturmengun. hos