Smágrafa Bergrisinn keypti fyrstu GEHL smágröfuna af MHG verslun og líkar vel. Hér er hún við störf í Hafnarfirðinum.
Smágrafa Bergrisinn keypti fyrstu GEHL smágröfuna af MHG verslun og líkar vel. Hér er hún við störf í Hafnarfirðinum.
MHG Verslun ehf. hefur hafið innflutning á Gehl-smágröfum. Gehl-smágröfurnar koma frá Bandaríkjunum og en Gehl-fyrirtækið var stofnað árið 1859 og verður því 150 ára á næsta ári. Að sögn Hilmars Arnarsonar, framkvæmdastjóra MHG Verslunar ehf.
MHG Verslun ehf. hefur hafið innflutning á Gehl-smágröfum.

Gehl-smágröfurnar koma frá Bandaríkjunum og en Gehl-fyrirtækið var stofnað árið 1859 og verður því 150 ára á næsta ári.

Að sögn Hilmars Arnarsonar, framkvæmdastjóra MHG Verslunar ehf., hefur vélunum verið mjög vel tekið. „Við höfum fengið margar fyrirspurnir um vélarnar, verðið er hagstætt í samanburði við sambærilegar vélar hérna heima en það hefur komið fram í samtölum við okkar viðskiptavini,“ sagði Hilmar.

Það var Bergrisinn ehf. sem keypti fyrstu vélina af MHG Verslun og líkar hún mjög vel. Gunnlaugur Dan Hafsteinsson, annar eigandi fyrirtækisins, sagði hana létta verkin og flýta fyrir. „Nú þurfum við ekki að bera hverja einustu tugi metra, og við ráðum við stærri verk.“

Myndin er af GEHL-vél Bergrisans við störf í stúdentagörðum í Hafnarfirði.