Rallkapparnir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson stefna á stóra sigra í Íslandsmeistaramótinu í sumar. Þeir enduðu í öðru sæti í fyrra og hafa nú fest kaup á nýjum bíl, Mitsubishi Lancer Evolution 9.
Rallkapparnir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson stefna á stóra sigra í Íslandsmeistaramótinu í sumar.

Þeir enduðu í öðru sæti í fyrra og hafa nú fest kaup á nýjum bíl, Mitsubishi Lancer Evolution 9. Þeir hafa líka opnað nýja vefsíðu fyrir sumarið, evorally.com, „til að bera ykkur helstu fréttir af okkar árangri í rallýinu á Íslandi. Fréttir verða bæði í máli og myndum og jafnvel að við munum skella einu og einu myndbandi inn á milli,“ segir á heimasíðunni.