ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, átti stórleik með Ciudad Real í fyrrakvöld og skoraði 9 mörk þegar lið hans vann öruggan útisigur á Antequera í spænsku 1. deildinni í handknattleik, 33:24.
ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, átti stórleik með Ciudad Real í fyrrakvöld og skoraði 9 mörk þegar lið hans vann öruggan útisigur á Antequera í spænsku 1. deildinni í handknattleik, 33:24. Staðan var 16:11 í hálfleik og Ciudad var með leikinn í hendi sér allan tímann. Alberto Entrerríos kom næstur Ólafi í markaskoruninni með 6 mörk og stórskyttan Siarhei Rutenka gerði 4 mörk.

Sigfús Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara Ademar León sem vann Logrono á heimavelli, 33:29, og Árni Þór Sigtryggsson skoraði ekki fyrir Granollers sem tapaði heima fyrir Arrate, 32:34.

Ciudad Real er efst sem fyrr með 43 stig, Barcelona er með 41, Portland 37 og Ademar León 37 stig. Granollers er í 11. sæti af 16 liðum með 17 stig en 24 umferðum er lokið af 30.